
Vegalengd rúmlega 20 km
Göngutími 8-10 klst.
Gengið verðu á Lómagnúp að austanverðu. Frá bílastæði er gengið inn með Núpá í byrjun og síðan inn Seldal og Hvirfildal. Upp úr Hvirfildal tökum við stefnuna á stórgrýtt og bratt gil en þar förum við upp. Þegar upp úr því er komið er gengið yfir mela upp á sjálfan toppinn sem er inni á miðju fjalli. Þaðan er síðan drjúgur spotti fram á brún, um 1 klst ganga. Eftir gott stopp á brúnum Lómagnúps höldum við sömu leið til baka en þegar við komum niður úr gilinu stefnum við að niður að ánni í Hvirfildal og göngum með henni fram fyrir Gráahnúk en þá tökum við stefnuna á Seldal og eftir það er gengin sama leið og í byrjun að bílastæðunum.
Endilega fylgist vel með veðurspá því ferðin verður ekki farin nema veðurspá sé hagstæð. Ef ekki er hægt vegna veðurs að ganga á þetta frábæra útsýnisfjall munum við taka einhverja göngu í nærumhverfinu. Gott væri að þeir sem ætla að mæta merki sig MÆTI/GOING ekki síðar en á föstudagsmorgun 26. maí.
Með göngukveðju ferðanefndin