Gangan hefst við Litlu Kaffistofuna, Gengið með Draugahlíð inn í Jósepsdal yfir Ólafsskarð og farið með hlíðum Bláfjalla. Stefnan síðan tekin á Geitafell og haldið niður með því í átt að Búrfelli og niður að Hlíðarenda. Vegalengdinn erum 22 km. Göngutími er 7 klst. til 8 klst.

Farið verður kl. 8.30 frá FSU Selfossi. Haldið að að Vatnsverksmiðjunni Hlíðarenda. Þar verður sameinast í rútu sem fer með okkur að Liltlu Kaffistofunni þar sem gangan hefst. Farið frá Hlíðarenda kl. 9.00 og gangan hefst þá við Litlu Kaffistofuna kl. 9.30
Félagsmenn greiða 1.000 kr. aðrir greiða 2.000 kr. á staðnum.
Með göngukveðju ferðanefndin