Hvalfellið 18.september

Næsta ferð hjá okkur er á Hvalfellið, algengasta leiðin á fjallið er upp úr Botnsdal með Glym á aðra hönd, en leiðin sem við ætlum að fara er frá Uxahryggjaleið, farið er upp á Tröllhálsinn, gömlu leiðina sem liggur að Uxahryggjum, beygt til vestur inn á slóða sem liggur átt að Hvalvatni, á vinstri hönd höfum við Háusúlu.

Þegar tind Hvalfells er náð blasir við okkur mikið útsýni, t.d. vestur og austur. Þau ykkar sem vilja taka þátt í göngunni en vilja ekki fara upp á Hvalfellið geta gengið eftir fjöruborðið Hvalvatnsins að fjallsrótum Hvalfells, þægileg og góð ganga.

Sjá nánar Staðhætttir og inn á vef ferðafélagsins undir liðnum Dagskrá 2010.

Útbúnaður: Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, góðan hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti.

Mæting er við  Samkaup (Hornið), kl: 09:00 stundvíslega, þar verður safnast saman í bíla og ekið sem leið liggur til Þingvalla. Við Þjónustumiðstöðina er beygt til hægri inn á Uxahryggjaleið.

Vegalengd: um 15 km
Göngutími: um 5-6 klst
Hækkun: 450. m
Mestahæð: 852. m

Heimild:
veraldarvefurinn og könnun á vettvangi.

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga