Hlöðufell 10. ágúst

Hlöðufell er eitt af þessum tignarlegu fjöllum sem gaman er að ganga á. Stendur stakt og víðsýnt er til fjalla og jökla á góðum degi. Ein örugg gönguleið er á fjallið. Nokkuð brött en ekki tiltakanlega erfið. Hækkun eru 740 m og vegalengdinn aðeins 3 km.
Að göngu lokinni er hugmyndinn að grilla saman og eiga þar góða stund. Félagið kemur með eitthvað á grillið. Endilega þeir sem ætla að mæta merki sig inn á viðburiðinn á facebook Mæti ekki seinna en um hádegi á föstudag 9. ágúst Hlöðufell
Við höfum skálan á Hlöðuvöllum til umráða frá föstudegi til sunnudags. Þar inni eru svefnrými fyrir 15. manns. Einnig geta þeir sem vilja nýta sér aðstöðun og hafa önnur hýbýli nýtt sér aðstöðuna.
Margar góðar gönguleiðir eru þar í nágrenni sem gaman er að nýta sér.
Einungis er hægt að komast þessa leið á jeppun eða jepplingum. Bendum á að fara Uxahryggjaleið vegur 550 og þaðan inn á línuveg F338
Verðum að vera dugleg að sameinast með bíla þeir eru á þannig bílum.
Farið frá FSU kl. 8.00
Þeir ssem þiggja far með öðrum greiði 1.500 kr
Göngustjórar eru félagar í Ferðafélagi Árnesinga
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin