Hlíðarkista 26.nóv.

ATH. ferðin gæti færst yfir á sunnudag vegna veðurspár.
Verður þá tilkynnt á fimmtudagskvöld. Fylgist með.
Hlíðarkista er á Hlíðarfjalli fyrir ofan bæinn Hlíð í Gnúpverjahreppi. Þegar upp er komið er fátt sem skyggir á útsýnið yfir sveitirnar og fjallahring. Gangan á fjallið er frekar þægileg. Vegslóði upp og gróið heiðarland.316658517 10159258946115838 7484947131977406619 n
Göngutími er 3 – 4 klst. Hækkun ca. 250 m.
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.30
Þeir sem þiggja far með öðrum greiði fyrir.
Ekið í átt að Árnesi og farin vegur 326 að bænum Hlíð
Göngustjóri Halla Eygló Sveinsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin