Hlidarvatn

Hlíðarvatn 2. apríl 

Hlíðarvatn er í Selvogi, 3,3 km að flatarmáli. Í vatninu er silgungsveiði sem í gegnum tíðina hefur reynst töluverð búbót. Ein eyja er í vatninu austan verðu sem heitir Hlíðarey. Affallið úr vatninu heitir Vogsós og var hann brúaður með nýja Suðurstrandarveginum.
Gengið verður umhverfis vatnið. 
Mæting er að venju við „Hornið“ á Selfossi kl. 09:00, sameinast þar í bíla og ekið í Selvoginn, vegur 34 og 427. Beygt er af vegi 427 rétt vestan við afleggjarann að Strandakirkju, inn á Hlíðarveg. Þaðan eru 4,4 km að upphafspunkti göngunnar við réttir þeirra Selvogsinga, við austanvert vatnið. 
Þaðan verður gengið af stað um kl. 9:30. Hlíðarvatn
Engin hækkun og áætluð vegalengd í km 12 – 13 km. Reikna má með 3 – 4 tímum á göngu.
Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása.

Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd