Hestur og Efrafjall í Ölfusi 15.sept.

Næsta ganga er í Ölfusinu, vestanverðu. Gengið verður frá Bjarnastöðum. Leiðin liggur fyrst upp á Neðrafjall, í gegnum skógræktina sem þar er að finna og upp á Efrafjall með viðkomu á Hesti. Þaðan verður landgræðslugirðingu fylgt í vestur og að lokum verður brúnin gengin frá svokölluðum fjallsenda að upphafsstað göngunnar. 
Áætluð vegalengd er u.þ.b. 12 km og göngutíminn um 4 tímar. Hækkun væntanleg 2 – 300 metrar.
Göngustjóri í þessari ferð verður Hulda Svandís Hjaltadóttir.
Efrafjall

 

 

 

 

 

 

 

Að venju verður safnast saman í bíla við Samkaup/Hornið á Selfossi, kl. 10:00, gengið af stað frá Bjarnastöðum kl. 10:20. 
Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. 

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með kveðju frá ferðanefnd.