Næsta ganga er á Hengilssvæðinu. Þar sem veður og færð geta verið allavega verður ekki nánari lýsing á viðburði fyrr en fimmtudagskvöld 26. jan. Stefnt er á 3 – 4 tíma göngu.
Þá kemur inn hvar upphafs staður göngu verður. Alltaf þarf að vera vel búinn og með nesti. Broddar geta verið nauðsyn.
Farið verður frá FSU kl. 9.00
Göngustjóri Anna Gína Aagestad
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin