Hengill – Vörðuskeggi 12. júní

Hengill – Vörðuskeggi. Alltaf vinnsælt göngusvæði þar sem hægt er að taka margar mismunandi leiðir. Stefnum á hefðbundna leið upp úr Sleggjubeinsskarði. Aðeins spilað eftir veðri hvaða leið verður tekin til baka og endað á sama stað.
Vegalengd 16 – 18 km. Hækkun um 1000 m. Göngutími 6 – 7 tímar.196023412 10158303434960838 1754976990285306021 n
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00 og sameinast í bíla þar eftir ástæðum. Þeir sem þurfa á fari ættu að tryggja sér það áður.
Hittumst á planinu við upphaf gönguleiðarinnar og hefst gangan um kl. 8.40
Göngustjórar á vegum FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin