Hengill

Dyradalur-Skeggi-Marardalur 18. maí, ath. breytt dags.

Stórbrotin og falleg leið, hrikaleg á köflum nokkuð bratt en allsstaðar auðvelt að fóta sig. Frá Dyradal er haldið til suðausturs upp gil í norðurhlíð Vörðu-Skeggja sem gnæfir þarna yfir, gengið er um grónar brekkur þar sem leiðin liðast áfram upp með hlíðum fjallsins. Fallegt útsýni er yfir Klungrin, Skeggjadal og Kýrdalshrygg.

Héðan höldum við eftir mjög geinilegri slóð niður með gilskorningi og niður á sléttu fyrir ofan Marar og Engidalina. Útsýnið á góðum degi er alveg stórkostlegt, allt frá Snæfellsnesi að Reykjanesinu.  Hér förum við niður frekar bratta brekku, lækkum okkur um eina 300-400 metra, þetta er sennilega ein fáfarnasta leið á Hengilssvæðinu.Skeggi

Héðan höldum inn Maradalinn til norðurs að uphafsstað göngunnar í Dyradal. Snjór verður örugglega í brekkum Hengilsins og eru göngumenn beðnir að taka tilliti til þess í undirbúningi fyrir gönguna.

Uppsöfnuð hækkun 800 metrar

Vegalengd um 12. km.
Göngutími um 4-5 klst.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla, verð fyrir sæti kr.1000-.

Ekið sem leið liggur upp að Nesjavöllum, haldið inn á veg nr.435, Nesjavallaleið, um 4,5 km. að upphafsstað göngunnar í Dyradal.

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga