Hellisskógur 16. desember

Þá er komið að síðasta viðburði ársins hjá okkur. Jólakakó í Hellisskógi. Hittumst á bílastæðinu rétt fyrir innan hliðið kl:18:00 og göngum upp í helli. Fáum okkur kakóbolla og smákökur og eigum ljúfa stund saman. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Hlýr og góður klæðnaður. Nauðsynlegt að hafa með sér vasaljós. Þeir sem hafa tök á komi með eigin bolla.

78240951 10156876602385838 3490583036003614720 n

Hlökkum til að sjá ykkur stjórn og ferðanefnd FFÁR