Hellisskógur jólagleði

Miðvikudagskvöldið 14. desember verður ganga í Hellisskóg. Þar ætlum við að eiga saman notalega stund í Hellinum við kertaljós. Safnast verður saman á bílaplaninu innan við hliðið í Hellisskógi kl:18:00. Róleg ganga við allra hæfi. Allir velkomnir, mælst er til að þau ykkar sem vilja vita hvar þið stígið niður komi með ljós. Boðið verður upp á kakó og meðlæti.

aðventaAð endingu viljum við þakka öllum þeim sem gengu með félaginu á árinu kærlega fyrir árið og hlökkum til að sjá ykkur með hækkandi sól.
Fyrsta ferð ársins 2017 sem farin verður 7. janúar er hefðbundin, farið verður á Inghól og óskum við honum og ykkur gleðilegs nýs árs.

Með jóla og göngukveðju,

Ferðafélag Árnesinga