Helgarferð 21 – 22. ágúst. Breyting
Þar sem gisting og grillveisla í Sæluríki virðist ekki hafa neinn hljómgrunn, höfum við ákveðið að fella þann hluta alveg niður. Það verður sum sé ekki grill og helgardvöl í Sæluríki.
Ferðirnar standa óbreyttar. Mæting í báðar ferðir við Samkaup kl: 9:00 laugardags-og sunnudagsmorgun þar sem safnast verður saman í bíla. Gangan á Hlöðufell hefst kl: 11:00 á upphafsstað og gangan á Skjaldbreiði hefst kl: 10:30. Ekið verður að Hlöðufelli í gegnum Laugarvatn til að komast að Hlöðufellinu. Litlar 4drifsbifreiðar eiga að komast þetta báða dagana.
Veðurspá báða dagan er með miklum ágætum. Gangan á Skjaldbreið er sérlega hentug fyrir þá sem hafa þótt síðustu göngur full erfiðar.
Helgarferð gist í skála við Tjaldafell, fjallganga báða dagana Hlöðufell og td. Skjaldbreið.
Hlöðufell (1188m) er formfagur móbergsstapi með jökulsorfnum grágrýtiskolli og sísnævi norðan Laugardals og sunnan Langjökuls. Það er hömrum girt en þó ekki illkleift, gangan upp eiginlegu fjallshlíðina er brött frá upphafi til enda og undirlagið ekki eins og best verður á kosið. Hlíðin er tiltölulega föst fyrir en ofaná liggur möl sem gerir það að verkum að ósjaldan strikar manni fótur. Brattasti hluti uppgöngunnar er efsti hluti fjallshlíðarinnar. Ofaná fjallinu taka síðan við nokkrar brekkur og alltaf blasir ný við. Þegar á toppinn er komið er útsýnið hreint út sagt kyngimagnað: Langjökull, Þórisjökull, Botnsúlur, Hengill, Hekla, Tindafjallajökull, Mýrdalsjökull og allt fjallabak svo eitthvað sé nefnt. Gangan uppá fjallið tekur um tvær klukkustundir. Á Hlöðuvöllum, suðvestan Hlöðufells, er sæluhús FÍ frá 1971. Uppgangan á fjallið er greiðust meðfram vestanverðu hamragilinu ofan við sæluhúsið.
Þeir sem ætla að gista eða njóta þess að eiga sameigilegan kvöldverð í góðum hópi , verða að skrá sig í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 19. ágúst á netfangið ffarnesinga@gmail.com. Gistipláss í skálanum er, 10 tvíbreiðar kojur og 10 pláss á svefnlofti. Lagt verður af stað í ferðina frá bílastæðinu við Samkaup (Hornið) kl:09:00 árdegis, en þeir sem ætla að mæta við Hlöðufellið, þá er áætlað að gangan hefjist um kl:13:30. Fært er flestum 4×4 bílum upp að skálanum þar sem við gistum, en töluverður skakstur er að upphafsstað göngunnar, gætum þurft að sameinast í stærri jeppa. Góður útbúnaður nauðsynlegur, hlífðarfatnaður, svefnpoki, góðir gönguskór, og nesti til ferðarinnar utan kvöldverðar á laugardegi sem verður sameiginlegur.
Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga
Hlöðufell
Vegalengd: um 6 km
Göngutími: um 4. klst
Byrjunarhæð: 460. m
Mestahæð: 1188. m GPS Heimild: veraldarvefurinn