Hekla 6. júlí
Heklu þarf trúlega ekki að kynna fyrir neinum. Þetta magnaða eldfjall blasir víða við af Suðurlandinu og hefur í aldanna rás ógnað byggðum í nærsveitunum. Hekla er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og það eldfjall sem hefur spúð frá sér mestu magni gosefna, hrauni, gjósku og vikri.
Ganga á fjallið er engum ofraun og hæg leið er á Heklu að norðvestanverðu um Skjólkvíahraunið. Þá er haldið á milli hlíðar og hrauns og nokkru innan við Rauðuskál er lagt á brattann og haldið upp meginöxlina á hátindinn (1491). Önnur leið á Heklu er frá Næfurholtsfjöllum og er þá stefnan á hátindinn tekin upp Litlu – Heklu. Hekla er eitt magnaðasta útsýnisfjall Suðurlands, Fjallabakið og tindar þess blasa við nær en fjær glittir í Hvannadalshnúk og Vatnajökul.
Vegalengd 13 km, byrjunarhæð er í um 500 m, göngutími ca. 7 tímar, heildarhækkun 1000. metrar. GPS til viðmiðunnar.
Farið frá FSU kl. 8.00 og sameinast í bíla. 1.500 kr fyrir far með öðrum.
Göngustjórar Kristjan Snær Karlsson og Björg Halldórsdóttir
Útbúnaður: Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, góðan hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin