Hagafjall 4. maí

Hagafjall er ofarlega í Gnúpverjahreppi. Er þægileg gönguleið á það. Á góðum degi er útsýnið þaðan gott til allra átta. Þjórsá, Hekla, og Þjórsárdalur og í hina áttina t.d. Högnhöfðinn. Gönguleiðin er mest melar og móar. Förum 12 – 15 km hring.Hagafjall
Farið verður frá FSU kl. 9.00
Þeir sem þyggja far með öðrum greið 1.000 kr fyrir sætið.
Göngustjóri á vegum Ferðafélags Árnesinga
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin