Hafnarfjall er þekktast fyrir hvassar vindhviður. Oft hafur göngufólk þurft frá að hverfa. Útsýnið svíkur engan þegar upp er komið. Stefnum á að fara þar hringleið upp hægrameginn þegar staðið er á móti fjallinu og þar á einhverja tinda og niður hinumeginn. Þetta er nokkuð bratt og skriður. Hæðst er fjallið um 845 m og uppsöfnuð gönguhækkun um 900 m. Vegalengdinn er um 8 km. Göngutími ca. 5 klst
Farið verður frá FSU á Selfossi kl. 8.00 Vilji fólk safnast saman í bíla biðjum við það að vera búið að undirbúa það áður en það kemur á staðinn. Hittum fleiri við N1 í Mosó á leiðinni. Reynum að hlíða Víði og fleirum.
Ganga hefst um eða upp úr kl. 10.00 rétt við vegamótinn á þjóðvegi 1 og 50
Göngustjóri úr FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin