Ganga 3. 24 sept.
Gangan þessa vikuna er Litli Meitill, fallegur og skemmtilegur tindur sem hentar öllum þeim sem eru að safna nýjum fjöllum í safnið. Tindurinn, ef svo mætti að orði komast, er ekki sá hæsti í brannsanum en hann kemur skemmtilega á óvart með hverju skrefinu á leiðinni upp.
Keyrður er Þrengslavegur og beygt af honum sjá rautt x á korti. Bílastæðið er beint fyrir framan fjallið, fært öllum bílum.
Gangan hefst þar kl. 18.00
Göngustjóri Guðmundur G.G.
Ganga 2. 16.sept.
Létt ganga af tilefni Gulur september.
Hittumst á planinu við Þrastalund og tökum léttan hring í Þrastaskógi.
Gangan er 1 til 1 1/2 klst.
Ganga sem hæfir öllum.
Þeir sem geta verið í Gulu.
Hittumst á planinu við Þrastalund og tökum léttan hring í Þrastaskógi.
Gangan er 1 til 1 1/2 klst.
Ganga sem hæfir öllum.
Þeir sem geta verið í Gulu.
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Ganga 1. 10.sept
Þá er komið að fyrstu göngunni sem gengin er í tilefni af Gulum September. Hittumst við bílastæðið í Hellisskógi kl:18:00 á morgunn miðvikudag og tökum hring þar. Tekur um 1. klst. Allir hjartanlega vel komnir.