Gullkista

Gullkista 6. júní

Við nánari skoðun kemur í ljós að það er ekki bara snjór í klettunum á Hrútaborginni heldur klaki og þar sem við ætlum ekki í ísklifur þá er ekkert annað en að gera breytingu á dagskránni.

Í staðinn göngum við á Miðdalsfjall og Gullkistu ofan Laugarvatns. Við byrjum gönguna rétt ofan við Miðdal, leggjum bílunum við vegslóðann sem liggur upp að Hlöðuvöllum. Gullkistan er klettaborg efst á Miðdalsfjallinu 678 m y.s. og þetta er um 4-5 klst ganga. Mjög líklega er snjór ennþá þarna uppi þannig að endilega takið með ykkur göngubroddana. Göngustjóri verður Sigrún Jónsdóttir.gullkista
Brottför frá Samkaup Selfossi kl 8:00 þar sem safnast verður saman í bíla og að venju er 1000 kr gjald fyrir þá sem fá far með öðrum. Þeir sem koma af höfuðborgarsvæðinu geta hitt hópinn kl 8:30 fyrir framan N1 stöðina á Laugarvatni og við keyrum svo saman að upphafsstað göngu.

Sjáumst! 🙂
Með kveðju frá ferðanefnd.

ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.