Á laugardaginn 26 júni göngum við á Gullkistu á Miðdalsfjalli gangan er ca. 10 km og hækkun ca. 670 metrar. Af Gullkistu er geysimikið útsýni og við gefum okkur góðan tíma og áætlum að vera á göngu í 5-6 klst. Gangan er aðeins á fótinn í upphafi en ætti að vera við hæfi flestra sem eru vanir göngum. Leggjum af stað frá FSU Selfossi kl 8.30 á einkabílum eða hitta hópinn við Miðdalskirkju en þaðan leggjum við af stað kl 9.30. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Göngustjóri verður Sigrún Jónsdóttir
Sjáumst hress og kát í góðum gönguskóm með gott nesti.
Ferðafélag Árnesinga