
Grænihryggur. Hann er einn vinsælasti staðurinn í landslagi Landmannalauga. Hann er fjarskafallegur en ennþá betri í nærmynd!
Við munum ganga hina klassísku leið um Halldórsgil, Sveinsgil og alla leið að Grænahrygg. Á leiðinni þarf að vaða Jökulgilskvíslina þó nokkrum sinnum og geta vöðin náð frá hné upp að læri.
Gott er því að vera með vaðskó með sér til að eiga auðveldara með verkefnið.
Stoppað er reglulega til að borða nesti og taka myndir enda mjög falleg og myndvæn gönguleið. Við Grænahrygg fá allir nægan tíma til að spá og spekúlera í fegurðinni áður en gengið verður til baka.
Göngulengdin er um 18 km með um 800 m heildarhækkun. Gangan tekur að öllu jöfnu um 8 klst. Þetta er frábær ferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag.
Við munum ganga hina klassísku leið um Halldórsgil, Sveinsgil og alla leið að Grænahrygg. Á leiðinni þarf að vaða Jökulgilskvíslina þó nokkrum sinnum og geta vöðin náð frá hné upp að læri.
Gott er því að vera með vaðskó með sér til að eiga auðveldara með verkefnið.
Stoppað er reglulega til að borða nesti og taka myndir enda mjög falleg og myndvæn gönguleið. Við Grænahrygg fá allir nægan tíma til að spá og spekúlera í fegurðinni áður en gengið verður til baka.
Göngulengdin er um 18 km með um 800 m heildarhækkun. Gangan tekur að öllu jöfnu um 8 klst. Þetta er frábær ferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag.
Farið verður frá FSU kl. 7.00 Sameinast í bíla og haldið að Hrauneyjum þar sem aðeins verður stoppað og geta þá fleiri bæst í hópinn.
Ef göngustjórar ákveða ef Fella þarf niður ferð eða fresta og verður það þá tilkynnt í síðastalagi á fimmtudagskvöld.
Göngustjórar Guðjón P Arnarson og Sævar Jónsson.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin