Miðvikudagskvöldið 12. desember verður kvöldganga í Hellisskóg, þar ætlum við að eiga saman notalega stund í Hellinum við kertaljós. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson leikstjóri, leikritahöfundur og kennari mun fræða göngufólkið um allt sem honum dettur í hug. Safnast verður saman við hliðið í Hellisskóginum kl 18:30. Róleg ganga við allra hæfi. Allir velkomnir og þátttökugjald ekkert, mælst er til að þau ykkar sem vilja vita hvar þið stígið niður, komi með ljós. Boðið verður upp á kakó og meðlæti.
Að endingu viljum við þakka öllum þeim sem gengu með félaginu á árinu kærlega fyrir árið og hlökkum til að sjá ykkur með hækkandi sól.
Fyrsta ferð ársins 2013 er óvissuferð sem farin verður 5. janúar.
Að endingu viljum við þakka öllum þeim sem gengu með félaginu á árinu kærlega fyrir árið og hlökkum til að sjá ykkur með hækkandi sól.
Fyrsta ferð ársins 2013 er óvissuferð sem farin verður 5. janúar.
Með jóla og göngukveðju Ferðafélag Árnesinga