Lýsing á gönguferð á Hengilinn sunnudaginn 17. maí nk. Eins og staðan er í dag þá er töluverður snjór á gönguleiðinni, en veðurspáin er frábær.
Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Lagt verður af stað kl 09:30, ekið verður að Skíðaskála Víkings í Sleggjubeinsskarði þar sem gangan hefst, ætluð heimkoma er kl 16:00.
Smellið á mynd til að fá hana stærri.
Hengillinn er eitt af svipmestu fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, þó hann sé frekar yfirlætislaus þegar litið er til hans úr fjarska. Það breytist þó þegar nær er komið og sést þá að fjallið er mikið og margbreytilegt. Hæsti hluti hans heitir Skeggi, 803 m.
Gönguleið Hringleið
Vegalengd 13 km
Göngutími 5 + klst
Landslag Yfirleitt mjög greiðfært, gæti verið svolítill snjór.
Hækkun 500 m
Mesta hæð 803 m
Þetta er afar skemmtileg gönguleið um fallegt fjall.
Best er að leggja bílnum við skíðaskála Víkings í Sleggjubeinaskarði.
Gengið er upp skarðið sem dregur nafn sitt af tveimur stórum klettum sem heita Sleggjur. Hér er mynni Innstadals og má velja um tvær leiðir á Skeggja. Báðar eru mjög vel stikaðar. Önnur liggur inn dalinn og þar upp fjöllin, en hin með vesturbrúnum.
Við veljum að fara þá fyrrnefndu og til baka um vesturbrúnir Hengilsins, þegar upp í skarið er komið tekur við sléttur Innstidalur með 2 km labbi að næstu brekku. Þar tekur við nokkuð jöfn hækkun næstu 3.5 km. upp á Skeggja. Af Skeggja er ákaflega gott útsýni til flestra átta sem enginnætti að vera svikin af.
Á leiðinni niður af Skeggja er gengið eftir vesturöxl Hengilsins, á öxlinni er glæsilegt útsýni til vesturs yfir Mosfellsheiðina og niður í dalina fyrir neðan, Marardal og Engidal, við höldum niður á Sleggju og þaðan niður
Sleggjubeinsskarðið.
Þetta er ekkert sérlega erfið leið en hefur upp á allt að bjóða, brekkur og jafnsléttu.
Útbúnaður:
Dagpoki
Vatns og vindheldur öndunarfatnaður, buxur og jakki
Góðir gönguskór sem styðja vel við ökla
Legghlífar
Göngubuxur eða fleece buxur
Ullarsokkar / göngusokkar
Sólgleraugu, ef ske kynni
Hlý peysa (ull eða fleece)
Húfa og vettlingar
Nesti t.d.: tvær samlokur, kexpakki, ávöxtur og/eða
súkkulaðistykki.
Hitabrúsi með heitu vatni (kaffiduft, kakó).
Vatn ca, 1.ltr
Myndavél
Göngustafir, (ef vill)