Ganga á alla tinda Þríhyrnings 6. maí
Félagið vill þakka fyrir þátttöku síðasta vetradag á Ingólfsfjall. Vonum að sjá ykkur sem flest laugardaginn 6. maí en þá erum við með gönguferð á fjallið Þríhyrning í Rangárvallasýslu. Lagt verður af stað frá Samkaup (Horninu) kl 9.00, þar sem safnast verður saman í bíla, gjald fyrir sæti er kr.1000- og stefnan tekin á Fljótshlíðina.
Beygt verður upp hjá Tumastöðum og ekið upp í Vatnsdal, en svo nefnist lítill dalur sem liggur vestan Þríhyrnings. Við Fiskána verður stöðvað og gönguskórnir hnýttir. Gönguleiðin er stikuð og liggur upp áhálssunnan fjallsins og þaðan beint upp aðtoppnum. Útsýnið af fjallinu er stórfenglegt. Allt Suðurlandsundirlendið liggur fyrir fótum manns, allt frá Seljalandsfossi að Ingólfsfjalli. Í norðri glampar á Langjökul og Heklan er tignarleg skammt frá í norðaustri. Í fjallinu milli tindanna þriggja er Flosadalur, en þar leyndust Flosi og menn hans fyrir óvinum sínum, eins og segir í Njáls-sögu.
Í Vatnsdalnum, skammt frá þeim stað er við hefjum gönguna, er Vatnsdalshellir. Hellisopið sést varla úr bíl þrátt fyrir að opið sé rétt um 20 m frá veginum, sem er á milli Vatnsdals og Fiskár. Lítið gat sést framan á hól einum, en þegar inn er komið er hellirinn nokkuð stór og þar getur að líta op upp í gegnum þakið, líklega reykop ofan við hlóðir. Göngustjóri Ólafur Auðunsson.
Vegalengd: 9. km
Göngutími: um 4. klst
Byrjunarhæð: 160m
Mestahæð: 678m
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga
Heimild: könnun á vettvangi