Fyrsta ferð ársins

Gleðilegt nýtt ár!

Ferðafélag Árnesinga óskar félagsmönnum sínum og öðrum gleðilegs nýs árs og megi nýja árið verða heillaríkt og gott gönguár.

Nú er komið að fyrstu ferð ársins úr metnaðarfullri ferðaáælun okkar, ferðin verður nk. laugardag 9. janúar, og er á lítið og

nett fell sem liggur á milli Álftavatns og Úlfljótsvatns og heitir Bíldsfell. Mæting er við Samkaup kl. 9:30, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla.

Vegalengd: 6 km
Göngutími. 2-3. klst
Landslag: Gönguleiðin liggur um mosa, mela og snjófláka.
Byrjunarhæð: 80m
Mestahæð: 220m