Fljótshlíð

Þórólfsfell og Einhyrningur 5. september

Bæði þessi fjöll eru stórkostleg útsýnisfjöll þegar vel viðrar og skyggni er gott; Tindfjöllin og Þórsmörkin blasa við af toppi þeirra. Göngustjóri í þessari ferð verður Ólafur Auðunsson en hann er velkunnugur á þessu svæði.

Einhyrningur 651 m y.s.: 350 m hækkun og göngutími um 2 klst.einh

Þórólfsfell 585 m y.s.: 460 m hækkun og göngutími um 2 klst.

Það verður rúta í þessa ferð. Brottför frá Samkaup á Selfossi er kl 8:00. Til að skrá sig í ferðina þarf að senda póst fyrir 1. september á ffarnesinga@gmail.com svo við getum gert okkur grein fyrir því hvað við þurfum stóra rútu. Greiðsla fyrir sætið (3000 kr á mann) fer fram í rútunni. Vinsamlega mætið með rétta upphæð svo ekki þurfi að gefa til baka.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjórti sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd. 🙂

Ferðafélag Árnesinga
www.ffar.is