Ferð á gosstöðvar

Gosferð 24. júlí.

Ákveðið hefur verið að fara að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi laugardaginn 24. júlí n.k.
Við ætlum að leggja af stað frá Horninu stundvíslega kl: 08:00, ekið er inn að Strákagili  inn af Básum , þar sem áætlað er að gangan hefjist um  kl: 10:30.
Gönguferðin er um Morinsheiði, upp Bröttufönn að gosstöðvunum er um 6 klst ganga, vegalengt um 10. km. og hækkun um 700-800. metrar.

 Nauðsynlegt er að allir þátttakendur séu vel útbúnir með góðan skjólfatnað og gott nesti. Við náttúruhamfarir eins og áttu sér stað á Fimmvörðuhálsi eru aðstæður óvenjulegar og mikilvægt að fara um svæðið af varkárni.
Reikna má með því að gangan upp á háls verði afar sterk og mögnuð náttúruupplifun, en rétt er að vera með buff eða klút, eða rykgrímu ásamt hlífðargleraugum í bakpokanum.
Ef áhugi er fyrir því að taka rútu þarf að tilkynna þátttöku með því að senda póst á netfangið ffarnesinga@gmail.com fyrir kl: 20:00 miðvikudaginn 21. júlí.
 
Mynd úr ferð á Gosstöðvarnar í apríl sl.
 
 
 
Myndir af vef F.Í