Felagsfundur

Félagsfundur verður 28. október, kl: 20:00 í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi. Á fundinn kemur  Ágúst Ingi Kjartansson, vanur leiðbeinandi hjá Björgunarskólanum. Hann fer yfir þann hugbúnað er fylgir  kaupum á GPS-tæki og Íslandskortinu s.s.  BaseCamp og MapSource.  Hann kennir að setja trakkið af tækinu í tölvuna og hvernig hægt er að vinna með það. Einnig kennir hann hvernig setja á trökk á GPS-tækin og sækja trökk m.a. á Wikiloc-vefinn og skoða þau og meta og setja þau inn á tækin. Þá kennir hann einnig að búa til göngutrakk á kortinu og auðvitað að flytja það yfir á tækið til að nota í gönguferðinni. Þá fer hann yfir hvernig hvernig hægt er að endurskoða, breyta og skeyta saman trökkum. 

Velkomið að hafa GPS-tækið með sér. Námskeiðið er ekki síst áhugavert fyrir þá sem ekki eiga tæki, til að öðlast þekkingu á tækninni við þetta.

 

Kv. Ferðafélag Árnesinga