Félagsfundur 20. október

 

Fundurinn er  þriðjudaginn 20. október kl: 20:00 í Karlakórsheimilinu.

Á fundinn kemur Björn Pálsson fyrrv. héraðskjalavörður og fræðir okkur m.a. um svæðin norðan Hveragerðis.
Björn leiddi gönguhópinn “Líttu þér nær” í all mörg ár og er gjörkunnugur svæðinu.

Þá kynnir ferðanefndin ferðaáætlun til ársloka 2010 þ.á.m. nokkurra daga sumarleyfisferð næsta sumar.

Þá verður einnig rædd næsta ferð frá Nesjavöllum í Reykjadal í Hveragerði, sem er áætluð 25. október.

Heitt á könnunni.

Komnar eru inn myndir úr seinustu gönguferð umhverfis Jósepsdal.

http://www.flickr.com/photos/ferdafelag_arnesinga/sets

http://picasaweb.google.com/einarbjarna/FFAR?feat=email#5392196295633209394

Kv. Ferðafélag Árnesinga

http://www.ffar.is