Eyjafjöllin – Drangshlíðarfjall 5. maí, aflýst, slæm spá, of mikil vindur að sögn heimamanna
Að þessu sinni er stefnan tekin á Eyjafjöllin. Göngustjóri í þessari ferð verður heimakonan, Anna Jóhanna Fjalladrotting. Hún mun leiða okkur um svæðið og gauka að okkur fróðleiksmolum. Gengið verður á Drangshlíðarfjall og víðar um nágrennið.
Mæting er við „Hornið“ á Selfossi kl. 08:00, sameinast í bíla og ekið austur að Skógum.
Hækkun ca 350 – 400 m og áætluð vegalengd í heildina km 7 – 9. Reikna má með 7 – 9 tímum í ferðina (með akstri).
ÂÂ
Munið eldsneytispening fyrir þá sem fá far með öðrum.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása.ÂÂ
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með kveðju frá ferðanefnd