Esjan

ATH Esjan 4. nóvember

Eins og þið sjáið í fréttinni hér á undan þá urðum við að fella niður gönguna á Bjarnafellið vegna rjúpnaveiði, förum því þá á næsta fjall, sem verður Esjan í þetta skiptið.

Þetta verður hálfgerð óvissuferð, um 5 tíma löng með stoppum, mesta hæð 800-900 metrar, leið ræðst af veðri. Leiðsögn í höndum(fótum) staðkunnugra. Einhversstaðar var minnst á í undirbúningi fyrir þessa ferð, að taka með sér handklæði, það gæti verið að boðið yrði upp á fótabað í læk

Hefðbundin brottför frá Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga