Esjan

Esjan 28. maí

 

Esjuferðin að þessu sinni er fyrirhuguð upp á Kerhólakamb, þaðan síðan í vestur og niður með Blikdalnum suðvestan megin, yfir Smáþúfur og Arnarhamar, endum á vigtarplaninu við enda Blikdalsins. Leiðin upp á Kerhólakambinn (851 m y.s.) er nokkuð brött en leiðin sem við förum niður meira aflíðandi og þægilegri niðurgöngu. 

Vegalengd:  ca 10 km

Tími: 4-5 klst með nestisstoppi

Áætluð gönguleið

Kerhólakambur - Blikdalur

Upphafsstaður göngu er á planinu við rætur Kerhólakambs, þangað liggur vegarslóði milli afleggjarans heim að Skriðu og Esjubergs. (sjá meðfylgjandi kort). Við þurfum áður en ganga hefst að ferja einhverja bíla yfir á vigtarplanið þannig að það séu bílar á þeim enda þegar við komum niður.

Þessi leið er reyndar háð því að veður sé bjart og ekki þoka/skýjað efst á fjallinu. 

Brottför frá Selfossi (Samkaup/Hornið) kl 9:00. Áætluð mæting á planið við Kerhólakamb um kl 10, allavega er gott að þeir sem koma af höfuðborgarsvæðinu verði mættir þar þá. 

Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum frá Selfossi.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

 

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga