Esjan 18.júní

Esjugangan er nokkuð krefjandi 3 – 4 skór.
Gangan hefst á sama stað og þegar gengið er á Móskarðshnjúka. Hringurinn er Hátindur – Laufskörðin – Móskarðshnjúkar. Uppgangan er nokkuð brött. Vegalengdin er 14 – 16 km.
Farið verður frá FSU á Selfossi kl. 7.45286083279 10158937181420838 8490575107738372577 n
Sameinumst þar í bíla og hittum hópinn á planinu þar sem gangan hefst kl. 9.00
Göngustjórar eru Stefán Bjarnarson og Halldór Óttarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin