Esjan

Esjan 1. maí (ath. breytt dagsetning)

Við höfum ákveðið að breyta dagsetningu Esjuferðarinnar og hafa hana 1. maí þar sem það spáir hægu og björtu veðri þann daginn en rigningu um helgina.

Planið er að ganga upp norðanverða Esjuna, úr Eilífsdal, upp á Skálatind, þaðan yfir á Hábungu (hæsta punkt Esjunnar 914 m y.s.) og ganga síðan niður Þverfellshornið. Það er snjór uppi á Esjunni og nokkuð gott færi en af og til upp að Skálatindi er blautt og drulla, það er snjór í bröttum brekkum þarna norðan megin þannig að gott að taka með sér létta göngubrodda og jafnvel ísexi.

esjan

Hækkun: ca 850 metrar
Vegalengd: 15-16 km
Göngutími: 6-7 klst
GPS til viðmiðunnar

Rúta skutlar okkur yfir í Kjós frá planinu við Esjustofu. Brottför þaðan kl 9. Verð í rútuna 1000 kr fyrir félagsmenn, 2000 kr fyrir aðra.

Sameinast í bíla frá Samkaup á Selfossi kl 8. Verð fyrir sæti þaðan og í bæinn 1000 kr.

Þar sem við þurfum að vita fjölda í rútuna biðjum við fólk að skrá sig í ferðina með því að senda póst á ffarnesinga@gmail.com fyrir kl 14 miðvikudaginn 30. apríl. Greiðsla fyrir rútuna fer fram þegar fólk mætir í hana

Með göngukveðju,
Ferðafélag Árnesinga