Eldborg-Geitahlid-Arnarfell

Laugardaginn 24. janúar verður gengið á Eldborg, Geitahlíð 380 m y.s. og Arnarfell 193 m y.s. sem staðsett eru sunnan Krýsuvíkur. Með Eldborginni er því ca 600 metra hækkun, göngutími verður ca 4-5 klst, vegalengd ca 10 km í heildina.

Þetta er frekar létt ganga og útsýni af Geitahlíðinni kemur skemmtilega á óvart .
Umhverfis Arnarfellið getur verið blautt og því er gott að vera með auka sokka og skó til að fara í á heimleiðinni. Minnum fólk á skjólgóðan fatnað, heitt að drekka og gott nesti. Einnig er gott að hafa hálkubroddana með í bakpokanum.
Eldborg

Ljósmyndari Ellert Grétarsson

Brottför frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl 09:00 stundvíslega, þar sem sameinast verður í bíla og farið sem leið liggur Suðurstrandaveginn. 
Gangan hefst við Arnarfellið kl 10:00 og hægt er að leggja bílum á bílastæðið sem þar er. Göngufólk af höfuðborgarsvæðinu kemur Krýsuvíkurveg nr 42 suður fyrir Kleifarvatn inn á Suðurstrandaveg nr 427 og beygir til austurs.
Eins og vanalega þá er 1000 kr eldsneytisgjald fyrir þá sem fá far með öðrum.

Við viljum minna fólk á að ganga ekki af stað fyrr en göngustjóri hefur lagt af stað og fara ekki fram úr honum. Göngustjóri í þessari ferð verður Sigrún Jónsdóttir

Mætum hress og kát með góða skapið.