Eldborg – Drottningin og Stóra Kóngsfell 3. febrúar

Skömmu áður en við komum að skíðaskálanum í Bláfjöllum yfirgefum við bílana við Eldborgina, en það er mosavaxinn gígur vestan við veginn. Gígurinn er reglulega lagaður, um 200 m í þvermál og um 30 m djúpur. Frá Eldborginni hafa runnið mikil hraun og munu lengstu hraunstraumarnir hafa runnið alla leið niður í Lækjarbotna. Eldborgin var friðlýst árið 1971.
Eftir að hafa skoðað Eldborgina tökum við stefnu á Drottninguna, fær hún efalaust þetta nafn vegna nálægðar við Kóngsfellið, sem er miklu ábúðarmeira til að sjá.
Stóra-Kóngsfell er um 596 m y.s. og þaðan er frábært útsýni yfir nágrennið og til strandarinnar við Faxaflóann. Þar hafa hraunstraumar runnið upp að hlíðarrótum og þar sem hraun og malarskriður mætast eru jafnan gott að ganga. 
Þeir sem hafa mesta unun af hressandi gönguferð með víðsýni til allra átta fá einnig nokkuð fyrir snúð sinn því útsýnið yfir strandlengjuna við Faxaflóann er frábært. 

blafjoll stora kongsfell loftmynd iv

 

 

 

 

 

 

 

 

Vegalengd: um 6 km
Göngutími: um 3. klst.
Byrjunarhæð: 440. m
Mestahæð: 596. m 
Mæting er við Fjölbrautarskólann kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Mynd frá Ferlir
Með göngukveðju ferðanefndin.