Efstadalsfjall er eitt af þessum fjöllum sem rennur svolítið saman við önnur fjöll í nágrenninu. En það leynir á sér. Er um 600 m hátt og þaðan gott útsýni. Göngufæri á það er gott melar og móar.
Farið frá FSU kl. 9.00
Þeir sem þiggja fara með öðrum greiði 500 kr.
Göngustjórar félagar úr FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin