Byrjum á því að að ganga hefðbunda leið frá Hofmannaflöt upp í Reykjadal, eftir svona 1,5 km. beygum við út af leiðinni og höldum upp Rjúpnabrekkur og á Dalafellið þaðan í Dalaskarðið og síðan niður Grænsdalinn og fylgjum Grænsdalsánni að upphafsstað göngunnar. Þetta er þægileg ganga um móa,mela og hverasvæði í Grænsdalnum. Vegalengd um 9. km.
Ekki mikil hækkun.
Göngutími áætlaður um 3 klst.
Göngustjóri Sævar Gunnarsson
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.500-, áætlum að vera við upphafsstað göngunnar um kl:09:15, sem er við byrjun gönguleiðarinnar upp í Reykjadal.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin