FERÐAFÉLAG ÁRNESINGA
Heimasíða: www.ffar.is Fésbók: Ferðafélag Árnesinga
Netfang: ffarnesinga@gmail.com Sími: 848 8148
Brottför frá Fjölbrautaskólanum á Selfossi í flestar ferðir. Brottfarartími auglýstur á heimasíðu/fésbók þegar nær dregur og nánari upplýsingar um ferð. Þátttaka ókeypis, nema annað sé tekið fram.
Inghóll 2 skór
7.janúar. Hefðbundin fyrsta ganga ársins á Ingólfsfjall. 9 km, 500 m hækkun.
Hengilssvæðið 2 skór
28.janúar. Verður valin eftir veðri og aðstæðum. Auglýst nánar þegar viðburður verður settur inn.
Strandganga 2 skór
18.febrúar. Hafnafjörður – Álftanes. Vegalengd 20 – 25 km mest á stígum.
Reykjafall – Sognar 2 skór
11.mars. Vegalengd 12 km Hækkun 450 m.
Gosstöðvar Reykjanesi 2 skór
1.apríl. Hringur leikinn eftir aðstæðum.
Síðasti vetradagur – Ingólfsfjall 2 skór
20.apríl. Farin óhefðbundin leið á fjallið, leikið af fingrum fram.
Vestmanneyjar 2 skór
6.maí. Auglýst nánar þegar viðburður verður settur inn.
Þyrill 2 skór
27.maí. Vegalengd 8 – 9 km, hækkun 350 m.
Lómagnúpur 3 skór
10.júní. Vegalengd um 20 km, hækkum 690 m..
Þröngubásar 2 skór
24.júní. Hluti af gljúfrum Þjórsár. Lítil hækkum, ágætt gönguland.
Sumarleyfisferð – Grenivík helgarferð 3 skór
7-9.júlí. Nánar auglýst síðar.
Geirhnjúkur Hítardal 3 skór
29.júlí. Vegalengd 17 km, hækkun um 1050 m.
Vatnafjöll 2 skór
12.ágúst. Ágætt gönguland. Hæðsti toppur nær 1100 m.
Högnhöfði 2 skór
26.ágúst. Vegalengd 12 km, hækkun um 950 m.
Ferð erlendis
10-17. september. Hefur verið sent á skráða félaga.
Þórsmörk 2 skór
7-8 október. Helgarferð. Gengið um Þórsmörkina og Goðalandið báða dagana. Gist í skála Útivistar í Básum.
Hrómundartindur 2 skór
14.október. Vegalengd 15 km, hækkun 500 m.
Úlfljótsvatn – Hveragerði 2 skór
28.október. Vegalengd 15 km, hækkun um 500 m.
Lambafell 2 skór
18.nóvember. Hringur tekin eftir aðstæðum, hækkun 300 m.
Hellisskógur – jólakakó
7.des. Hefðbundin fjölskylduganga í skóginum og kakó í hellinum.
ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða og slysatryggingu.