Búrfell Grímsnesi 5. nóvember

Gengið verður frá línuvegi skammt frá túnfæti Búrfellsbæjarins. Bærinn stendur undir samnefndu fjalli sem er kollótt móbergsfjall sem nær í um 536 m. hæð yfir sjávarmál.

Uppi á fjallinu Búrfelli er forn gígur með vatni í, sem myndast hefur við þeytigos. Þjóðsögur herma að göng séu á milli gígsins á Búrfellsfjalli og Kersins í Grímsnesi, og að þar búi nykur, en það er grár hestur sem hófarnir og eyrun snúa öfugt á. Ef einhver fór á bak nykursins þá hljóp hann með viðkomandi að vatninu í Kerinu eða á Búrfelli og stakk sér til sunds og drekkti þeim sem á baki var.

 Útsýnið af Búrfelli er frábært. Þarna sameinar maður útsýni yfir Þingvallavatn, eiginlega allt Sogið, Ingólfsfjall, Hengilinn og hið krumpaða umhverfi hans, Botnssúlur, Skjaldbreiði, Lyndgalsheiði, Laugarvatn og restina af hinum sunnlenska fjallahring: Hekla, Tindfjöll, Þríhyrningur og Eyjafjallajökull. Þetta er þægileg  fjallganga með ágætu útsýni að launum.

 Eins og jafnan í viðburðum Ferðafélags Árnesinga, er ekkert þátttökugjald, nema annað sé tekið fram, en það er mælst til að þeir sem nýta sér far hjá öðrum borgi kr. 500- fyrir farið.

Vegalengd: um 6. km
Göngutími: um 3. klst 
Byrjunarhæð: 100 m
Mestahæð: 536 m
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:30, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla,
 Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga,