Gangan á Búrfell hefst við nýlega göngubrú yfir Þjórsá. Komið er þar í Búrfellsskóg og gengið upp nokkuð bratt gil. Hækkun er um 600 m og vegalengd 12 km. Kannski aðeins meira þar sem gaman er að ganga með ánni og njóta hennar. Gangan er ca. 5 tímar.
Farið frá FSU á Selfossi kl. 8.30 Gangan hefst um 1 klst. síðar.
Þeir sem þiggja far með öðrum ættu að greiða 1.000 -1.500 kr
Þeir sem þiggja far með öðrum ættu að greiða 1.000 -1.500 kr
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin
Smá um Búrfell; Í fyrndinni bjuggu tröllkonur tvær, önnur í Bjólfelli en hin í Búrfelli; þær voru systur og féll vel á með þeim; fór því tröllkonan úr Búrfelli oft að hitta systur sína austur yfir Þjórsá og Rangá austur í Bjólfell og eins má ætla að systir hennar úr Bjólfelli hafi gjört líka þótt þess sé ekki getið. Búrfellið er mjög klettótt og vegghamrar í öllum eggjum þess. Austan undir því miðju hér um bil eru klappir tvær sín hvorumegin Þjórsár ekki allháar og upp úr ánni milli klappanna standa tveir klettar ámóta háir og klappirnar svo að áin fellur þar í þrem kvíslum. Þessar stillur er sagt að tröllkonan úr Búrfelli hafi sett í Þjórsá svo að hún þyrfti ekki að væta sig í fæturna er hún fór að finna systur sína og stokkið þar yfir ána í þremur hlaupum. Heita nú klettar þessir síðan Tröllkonuhlaup.