Búrfell í Þingvallasveit 9. mars

Búrfell í Þingvallasveit er ágætis útsýnisfjall með nokkuð þægilegri gönguleið frá Brúsastöðum. Götur, melar, og smá lækir.

burf
Hækkun um 650 m. Göngutími 3 – 4 klst.
Ath. getur þurft brodda á fjallinu.
Farið er frá FSU Selfossi kl. 9.00 og ekið að Brúsastöðum. 1.000 kr sæti.
Göngustjóri á vegur Ferðafélags Árnesinga
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.