Botnssúlur

Botnssúlur 4. september

       Eitt af mest áberandi og eftirtektarverðu fjöllunum í nágrenni Þingvalla eru Botnssúlur. Kannski  nær augað að fanga, Skjaldbreið, Hlöðufell og Skriðu. Oftar en ekki fá Botnssúlur að fljóta með í bakgrunni á myndum af Þingvöllum þar sem þær teygja sig hnarreistar til himins.

 
Gangan hefst við lítið gil er Hrútagil heitir, á sama stað og ganga ýmist hefst eða endar. Fyrstu 3 km. er gengið eftir vegslóða en síðan er stefnan tekin til fjalls og stefnt á austanverðar rætur Syðstusúlu (1093 m.y.s.). Leiðin þangað er nokkuð á fótinn og yfir móa og mela að fara. Þegar upp að rótum Syðstusúlu er komið opnast dalverpi á hægri hönd og fyrir botni þess hryggur sem skiptir dal þeim sem liggur í gegnum Botnssúlurnar í tvennt. Nokkuð bratt er upp á Syðstusúlu og nokkuð um skriður og því borgar sig að fara varlega því bratt er niður beggja vegna. Af toppi Syðstusúlu er gríðarlegt útsýni til allra átta enda hæsti tindur í næsta nágrenni Reykjavíkur.
Leiðin liggur nú niður áður nefndann hrygg og er nokkuð bratt niður hann. Þegar niður hrygginn er komið er haldið niður að Bratta, skála ÍSALP, sem stendur í miðjum Súludalnum. Frá Bratta er svo haldið niður með Súluá og á leiðina yfir Leggjarbrjót. Vegaslóða fylgt svo á upphafsstað.
Ef eitthvað er að veðri eða veðurútlit tvísýnt verður sleppt að fara upp á Syðstusúlu en í staðin farið eftir dalnum endilöngum.
Þetta er nokkuð mikil ganga og löng og krefst nokkurs úthalds.
 
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, hvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
 
Útbúnaður: Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, góðan hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti. 
Mæting er við  Samkaup (Hornið), kl: 09:00 stundvíslega, þar verður safnast saman í bíla og ekið sem leið liggur til Þingvalla. Við Þjónustumiðstöðina er beygt til hægri inn á Uxahryggjaleið og ekið þar til komið er hestamannasvæðinu við Skógahóla en þar er aftur beygt til vinstri og ekið eftir þeim vegi fyrir fjallsmúla og fljótlega má sjá á vinstri hönd hvar lækur sullast niður lítið gil og er ekið að honum þar sem gangan svo hefst.
 
Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga
 
Vegalengd: um 17 km
Göngutími: 7+ klst
Hækkun: 900. m
Mestahæð: 1093. m
GPS
Heimild:
veraldarvefurinn og
könnun á vettvangi.