Blátindur 15. júlí

Blátindur 16. júlí

Haldið verður á Blátind frá tjaldmiðstöðinni í Skaftafelli kl:08:00 sunnudaginn 16. júlí nk. Útsýnið frá Blátindi er stórkostlegt í góðu veðri. Hnjúkurinn, Dyrhamar, Skaftafellsfjöllinn, Þumall, Færneseggjar, Mýrdalsjökull ,Vatnajökull og allt hitt. Þetta er ein fegursta tindasýn sem hægt er að upplifað á Íslandi. 

blatindur j

Fyrir lofthrædda er leiðin á Blátind þó töluverð áskorun.
Vegalengd 25. km.
Áætlaður göngutími 10. klst.
Byrjunarhæð 100 metrar.
Mestahæð 1177 metrar.
 GPS
 
Hér er slóði inn á myndband þar sem flogið er yfir Blátindinn eftir 01:28. mín.https://www.youtube.com/watch?v=PD8jMx8GxnU
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Göngustjóri Daði Garðarsson

Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga