Bláfjöll

 Bláfjallafjallgarður endilangur að Vífilsfelli 5. apríl

mynd

Vegalengd: um 13 km.

Raunlækkun 300 metrar

Göngutími: 4-5 klst.

GPS til viðmiðunar

Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla, verð fyrir sæti kr.1000-. Sameinumst svo í rútu um kl:09.30 við gryfjuna undir Vífilsfellinu sem kemur okkur á upphafsstað göngunnar við Bláfjallahornið suður af Ármannsskálanum. Verð í rútuna er frá 500-1000 kr. fer eftir þátttökunni.

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga