Bláfell blasir við þegar haldið er inn á Kjalveg sunnan meginn. Þjóðsögur tengjast fjallinu. Það er um 1200 m á hæð. Hækkun á göngu er um 700 m þegar komið er upp á Bláfellshálsinn. Gönguleiðinn er nokkuð jafnar brekkur upp. Nú er en snjór og því þó nokkur hluti göngunnar á snjó.
Gönguvegalengdinn eru m 8 – 9 km
Þegar göngunni er lokið á Bláfell er haldið niður af hálsinum og stoppað við Grjótá. Þar bæist við smá ganga inn í gil sem nefnist Kór. Tekur það 1 til 1 1/2 tíma.
Miðað við veðurspá er gott að hafa með sér góða sólarvörn.
Farið frá FSU kl. 8.00 og semeinast í bíla eftir því sem fólk vill. Gott hjá þeim sem vantar far að vera búnir að tryggja sér það. Vegurinn upp á Bláfellsháls er ekki góður núna og því ekki spennandi fyrir fólksbíla en þó fær þeim að sögn Vegagerðarinnar.
Göngustjórar á vegum FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin