Bjarnarfell 12. apríl

Bjarnarfell við Geysi (727 m.y.s). Gangan er 12 -13 km og 450 metra hækkun og ætti að taka okkur um 5 – 6 klst. Við ætlum að ganga upp suðvestan megin, það er töluvert betra en austan megin þegar það er vetur. Bjarnarfell er staðsett fyrir ofan Geysi við Haukadal. Það verður engin svikin af göngu á þennan tind því frá toppi fjallsins er ægifagurt útsýni til allra átta.
VIÐ TÖKUM BRODDANA með til öryggis, gott nesti og góða skapið
Farið frá FSU kl. 8.00 Sameinast í bíla. Þeir sem þiggja far hjá föðrum meiga gjarnan taka þátt í eldsneytiskostnaði.
Fyrir þau sem vilja keyra í samfloti þá verður brottför frá Framhaldsskólanum Mosó kl.8 og við keyrum þaðan á upphafsstað göngu. Fyrir þau sem vilja fara beint á upphafstað göngu, þá er stysta leiðin í gegnum Þingvelli, Lyngdalsheiði, framhjá Laugavatni í átt að Geysii (fyrir þau sem eru í höfuðborginni).
Skömmu eftir afleggjaran að Úthlíð er afleggjarinn að Lindartungu. Best að hittast þar og sameinast í bíla síðasta spölinn, engin bílastæði. Lindatunga sjá GPS punkt hér: https://maps.app.goo.gl/kuVjwc37MjxDn6DB9…
Göngustjóri Guðjón P Arnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin