Bjarnarfell vid Helludal

Bjarnarfell við Helludal 20. september

Bjarnarfell er ríflega 750 m hátt fjall austan við Úthlíð. Vinsælt er að ganga á fjallið og fjölmargar gönguleiðir eru upp á það.

 

 

 

Bjarnarfell er ekki mjög bratt en það sem helst hamlar göngufólki er þétt kjarr víða í hlíðum þess. Algengt er að ganga frá þjóðveginum fyrir austan brúna yfir Andalæk inn veg sem merktur er “Inn á Dal” og hefja uppgöngu þegar komið er að hlíðum fjallsins.

Einnig er hægt að ganga frá Miðfellsvegi yfir Andalæk fyrir neðan Básagil og þaðan upp á fjallið. Ofan af Bjarnarfelli er mjög gott útsýni,sérstaklega niður í Biskupstungur og til hafs, en inn til landsins sjáum við t.d. Hlöðufellið, Jarlhetturnar, Bláfellið og Kerlingafjöllin. Þá er skemmtileg en alllöng gönguleið að ganga frá Hnífagili inn með Bjarnarfelli að norðan og umhverfis fjallið. Ganga síðan fram svokallaða Kistu fyrir ofan bæina Helludal, Neðri-Dal, Múla og Austurhlíð. Þessi leið er ágætlega fær en þó eru nokkur gil í fjallinu vestanverðu sem þarf að fara yfir. En sú leið sem við ætlum að fara í dag er frá bænum Neðri-Dal.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00,stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.

Vegalengd: um 9 km. 
Göngutími: um  4 klst.
Byrjunarhæð 100 m.
Mestahæð: 750 m.

GPStil viðmiðunar

Heimild:uthlid.is, bláfell

Kveðja Ferðafélag Árnesinga