Baula

.......

Líparítfjallið Baula (917 m y.s.) er frábært útsýnisfjall sem setur mikinn svip á Borgarfjörðinn og þangað er förinni heitið laugardaginn 25. júlí. 

 

Brottför frá Samkaup (Horninu) Selfossi kl 8:00 þar sem safnast verður saman í bíla. Viðkoma verður kl 8:45 á KFC í Mosfellsbæ fyrir þá sem koma af höfuðborgarsvæðinu og vilja safnast þar saman í bíla – athugið að leggja bílum sem fjærst innganginum á KFC. Þar sem þetta er nokkuð langur akstur og vegatollur í Hvalfjarðargöngum þá leggjum við til 2000 kr eldsneytisgjald fyrir þá sem fá far með öðrum. baula

 

Fljótlega eftir að komið er fram hjá Bifröst og Hreðavatnsskála er beygt til vinstri inn á veg nr 60 og ekið eftir honum uns komið er að brúnni yfir Bjarnardalsá þar sem ganga hefst – áætlaður komutími þangað er upp úr kl 10.

 

Göngutími 4-5 klst, hækkun ca 700 m. Fararstjóri verður Örlygur Steinn Sigurjónsson frá FÍ – hann  mun sjá um leiðarval á fjallið.

 

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka.

 

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að fararstjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

 

Með kveðju frá ferðanefnd. 🙂

 

Ferðafélag Árnesinga
www.ffar.is