Ármannsfell 9. september

Ármannsfell 9. september

Ármannsfell er allvíðáttumikið móbergsfjall, 764 m yfir sjó,það er mjög gaman að ganga á það og virða fyrir sér Þingvallasvæðið frá skemmtilegu sjónarhorni.
Ekið er á Þingvelli beygt til hægri en til vinstri fyrir þau sem koma af Rvik-svæðinu rétt við þjónustumiðstöðinna. Eknir nokkrir kíkómetra inn á veg 52 (Uxahryggja og Kaldadalsveg) . Farið framhjá Skógarhólum og gegnum Bolabás. Gangan hefst austan við Sleðaás, sunnan undir fjallinu. Þaðan er greið leið á fjallið þar sem fyrst er komið uppá suðurbrúnina. Síðan tekur við alllöng ganga norður á hæðsta hnjúkinn (sjá kort). Farin verður sama leið til baka. armansfell
Um er að ræða 600 m hækkun og lengd göngu er um 10 km.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.09:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-
Reikna má með því að ganga hefjist um kl:10:00.

GPS
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin