Hér er meðfylgjandi upplýsingar um fyrirhugaða ferð okkar til Achensee Austurríki.
Þeir sem eru gildir félagar og hafa greitt félagsgjald 2018 eiga forgang í ferðina.
Það er félag og maki, sambýlingur eða annað viðhengi tekið gilt.
Endilega lesa allar upplýsingr mjög vel. Þar eru allar leiðbeiningar fyrir bókun. Síðustu forvöð að borga staðfestingagjaldið er 1.feb.
Við erum mjög ánægð með að geta boðið hópnum ykkar þennan flotta pakka og hótelið er hið glæsilegasta, 4ra stjörnu á frábærum stað í bænum Achenkirch við Achensee.
Ferðin er 7. til 14. sept 2019
Verð ferðarinnar er 198.800 kr á mann í tvíbýli
Aukagjald fyrir einbýli er: 19.900 kr
Staðfestingargjaldið er 30.000 kr. á mann.
Ég vil benda ykkur á hvað er mikið innifalið í þessu verði:
Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
Ferðir milli flugvallarins í München og hótelsins í Achenkirch.
Gisting í 7 nætur í tveggja manna herbergi með baði.
Glæsilegt morgunverðarhlaðborð.
Fimm rétta kvöldverður með salatbar.
Aðgangur að innisundlaug og heilsulind hótelsins.
Afnot af baðslopp á meðan á dvöl stendur.
Leiga á hjóli og hjálmi í einn dag.
Göngudagskrá.
Innlend leiðsögn í göngu- og hjólaferðum.
Íslensk fararstjórn.
Verð ferðarinnar miðast við lágmark 20 fullgreiðandi farþega og hámark 34. Ef hópurinn gengur að þessu tilboði þurfum við í byrjun febrúar að gefa hóteli og öðrum þjónustuaðilum upplýsingar um bókunarstöðu. Það hefur því komið best út fyrir alla að gefa hópum ákveðinn tímaramma til að ganga frá bókun hópsins. Fyrir þessa ferð þá er tímaramminn til 25. janúar 2019, en þá þarf að vera búið að ná lágmarksfjölda til að ferðin verði farin.
Öll þjónusta ferðarinnar er staðfest, flug, gisting og rúta. Nafn fararstjóra verður ekki staðfest fyrr en lágmarksfjölda hefur verið náð.
Bókun:
Varðandi bókunarferlið hjá okkur, þá velja flestir sérhópar að bóka sig á vefnum hjá okkur. Hér er hlekkur inn á ferðina ykkar. https://www.baendaferdir.is/…/utivist-vid-achensee-gongufer…
Hver og einn farþegi bókar sig þá sjálfur á vefnum og greiðir staðfestingargjald um leið. Farþegar eru þar af leiðandi ábyrgir fyrir sinni bókun, t.d. að nöfn farþega séu skrifuð eins og þau eru í vegabréfi.
Kosturinn við þessa leið er að farþegar geta skráð sig inn þegar að hentar og greitt aukalega inn á ferðina, en ferðin þarf síðan að vera fullgreitt 8 vikum fyrir brottför.
Margir farþega okkar greiða svo dæmi sé tekið inn á ferðir mánaðarlega. Þannig dreifist greiðslan án auka kostnaðar.
Við bókun þurfa farþegar að skrá eftirfarandi upplýsingar:
Kennitala
Fullt nafn (eins og það stendur í vegabréfi)
Heimilisfang
Símanúmer, helst bæði heima og gsm
Netfang
Hverjir deila herbergi
Staðfestingargjaldið er 30.000 kr. á mann.
Ferðin þarf að vera fullgreidd 8 vikum fyrir brottför, en farþegar geta greitt inn á ferðina eins og þeir vilja fram að þeim tíma ( án auka kostnaðar ).
Athugið að staðfestingargjald er í öllum tilfellum óafturkræft viku eftir að það hefur verið greitt og er bundið kennitölu farþega. Sjá nánar í Almennum Alferðaskilmálum hér í viðhengi.
Hótelið sem verður gist á heitir Hotel Achentalerhof og er glæsilegt 4* hótel sem við höfum mjög góða reynslu af. Hér má skoða heimasíðu hótelsinshttps://www.achentalerhof.at/
Ég vil benda ykkur á eftirfarandi atriði varðandi fyrirkomulag ferðarinnar:
Stutt keyrsla frá München á hótel við Achensee ( 170 km sem eru ca. 2 ½ tími með stoppi )
Mjög gott hótel sem býður upp á lúxus heilsulind og góða aðstöðu.
Fjölbreyttar göngu- og hjólaferðir um fallegt svæði.
Á frídeginum væri möguleiki á að taka lest til Innsbruck eða taka bátinn til Pertisau.
Hjólaleiga í einn dag er innifalin þar sem fólk hefur val um að leigja venjulegt 24 gíra hjól eða rafmagnshjól. Aukagjald fyrir rafhjól í einn dag er ca 2.500 kr.
Nokkur atriði til upplýsinga / athugunar:
Tryggingar:
Sérhver ferðamaður á að huga vel að ferðatryggingum tímanlega áður en lagt er af stað. Ferða – og forfallatryggingar eru ávallt á ábyrgð sérhvers ferðamanns ekki ferðaskrifstofu. Flestir eru með slíkar tryggingar á kreditkorti sínu, en annars er hagstæðast að bæta ferðatryggingu við heimilistryggingapakka. Almennar ferðatryggingar eru ekki lengur innifaldar í öllum kreditkortum og því nauðsynlegt að sérhver ferðamaður kynni sér hvort og hvers lags tryggingar tengjast hans kreditkorti.
Vildarpunktar Icelandair:
Eins og staðan er í dag er einungis hægt að nota vildarpunkta hjá Icelandair eða ferðaskrifstofum í eigu Icelandair.
Það er því ekki hægt að nota óbreytta vildarpunkta hjá Bændaferðum, en farþegar sem eru í vildarklúbbnum fá sjálfkrafa punkta fyrir flugið (punktarnir koma inn hjá farþegum um 2 vikum eftir ferð).
Það er aftur á móti hægt að umbreyta vildarpunktum í gjafabréf, sjá nánar á slóðinni: https://www.icelandair.is/…/redeem…/sagaclubgiftcertificate/
Hægt er að nota gjafabréf Icelandair hjá Bændaferðum – 1 gjafabréf á farþega:
Við getum tekið við gjafabréfum Icelandair og það gilda sömu reglur og á heimasíðu Icelandair. Gjafabréfin eru rafræn og þarf farþeginn að senda okkur gjafabréfið í tölvupósti á netfangið bokun@baendaferdir.is og þá athugum við hvort það sé hægt að nota þau að fullu, eða hluta o.s.frv. þar sem gjafabréfin eru mjög mismunandi. Sum gilda einungis upp í fargjald og ekki skatta, á meðan að önnur gilda bæði fyrir fargjöld og skatta. Mörg verkalýðsfélög bjóða einnig upp á kaup á gjafabréfum Icelandair með afslætti.
Hver farþegi getur notað 1 gjafabréf. Ekki er hægt að greiða staðfestingargjald með gjafabréfi, en eftir að staðfestingargjald hefur verið greitt er hvenær sem er hægt að leggja gjafabréfið inn sem innágreiðslu.